Starfsmenntun á Reykjum sé efld

Garðyrkjuskólinn. Breytingar gerðar.
Garðyrkjuskólinn. Breytingar gerðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Efling starfsmenntunar og sterkari tengsl við atvinnulífið eru helstu röksemdirnar fyrir því að starfsemi garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi verður skilin frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Starfshópur sem hefur haft þessi mál til skoðunar að undanförnu skilaði tillögum sínum á dögunum sem eru þær að garðyrkjumenntunin á Reykjum verði undir yfirstjórn og á ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Undirbúningur þessara breytinga hefst innan tíðar.

„Ég tel mikilvægt að framtíð garðyrkjumenntunar á Íslandi verði efld. Mikil tækifæri felast í garðyrkju og ræktun sem er okkur mikilvæg með tilliti til matvælaöryggis. Þá koma umhverfismálin sífellt sterkar inn í okkar daglega líf,“ segir menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert