Álfaborg setti sölumet í faraldrinum

Rúnar Höskuldsson framkvæmdastjóri Álfaborgar.
Rúnar Höskuldsson framkvæmdastjóri Álfaborgar. mbl.is/Árni Sæberg

Rúnar Höskuldsson, framkvæmdastjóri Álfaborgar, segir fyrirtækið hafa sett sölumet í fyrra. Álfaborg selur meðal annars flísar, parket, dúka og teppi.

Skýringin sé ekki síst að margir hafi verið í framkvæmdahug í kórónuveirufaraldrinum. Meðal annars hafi margir eigendur hárgreiðslustofa og veitingastaða notað tækifærið og ráðist í endurbætur. Sömuleiðis hafi margir eigendur Airbnb-íbúða gert þær upp þegar eftirspurnin hrundi.

Spurður hvort allar þessar endurbætur í fyrra muni mögulega þýða minni sölu í ár segir Rúnar að svo lengi sem margar fasteignir seljast verði mikið um breytingar á húsnæði. Það muni aftur stuðla að eftirspurn á þessum markaði.

„Svo á eftir að koma í ljós hvað gerist þegar veiran er sigruð. Munu þá allir fara úr landi í ferðalög og lítið hugsa um heimilið?“ spyr Rúnar í Morgunblaðinu í dag. Út frá ársreikningum félagsins má ætla að salan hafi farið yfir milljarð í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert