Hagnaður Arion banka eykst mikið

Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt drögum að ársuppgjöri Arion banka er gert ráð fyrir að afkoma bankans verði jákvæð sem nemi 6 milljörðum króna á fjórða fjórðungi ársins.

Felur það í sér mikinn viðsnúning frá fyrra ári þegar afkoman var neikvæð um 2,8 milljarða króna á síðasta fjórðungi ársins. Er hagnaðurinn talsvert meiri en fyrirliggjandi spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir.

Samkvæmt þessu mun reiknuð arðsemi á ársgrundvelli nema ríflega 12%. Til samanburðar lá arðsemin á bilinu -5,8% til 8,3% frá ársbyrjun 2019 og fram á þriðja ársfjórðung síðasta árs. Afkoma áframhaldandi starfsemi bankans er raunar hærri en sem nemur heildarafkomunni, eða 8 milljarðar króna. Það er hins vegar enn þungur róður með starfsemi dótturfélaga bankans sem hann er með í sölumeðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert