þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stefnt sé að því að setja upp farsímaloftnet á Skarðseyri við Skötufjörð í vor.
Kvartað var yfir því að símasamband hafi verið slitrótt þar sem alvarlegt umferðarslys varð í firðinum á laugardagsmorgun.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ætíð hafi verið haft sterklega í huga hvernig hægt sé að bæta útbreiðslu farsímaþjónustu á þjóðvegunum. „Þetta er langtímaverkefni og markmiðið er að það verði samfellt farsímasamband á öllum þjóðvegunum,“ segir Hrafnkell í umfjöllun um mál þetta í Morgunbaðinu í dag.