Nýtt loftnet sett upp á Skarðseyri

Bíll með ungu pari og barni þeirra lenti úti í …
Bíll með ungu pari og barni þeirra lenti úti í sjó í Skötufirði. Konan lést um kvöldið af völdum slyssins. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stefnt sé að því að setja upp farsímaloftnet á Skarðseyri við Skötufjörð í vor.

Kvartað var yfir því að símasamband hafi verið slitrótt þar sem alvarlegt umferðarslys varð í firðinum á laugardagsmorgun.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ætíð hafi verið haft sterklega í huga hvernig hægt sé að bæta útbreiðslu farsímaþjónustu á þjóðvegunum. „Þetta er langtímaverkefni og markmiðið er að það verði samfellt farsímasamband á öllum þjóðvegunum,“ segir Hrafnkell í umfjöllun um mál þetta í Morgunbaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert