Fleiri þurfa á fjárhagsaðstoð að halda

Alls fengu 2.460 einstaklingar fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg til framfærslu mánuðina janúar til nóvember á síðasta ári. Til samanburðar fengu 2.125 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu á fyrstu 11 mánuðum ársins 2019.

Þetta kemur fram í svari Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Búist er við því að margir atvinnulausir einstaklingar sem missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun muni leita eftir framfærslu í gegnum fjárhagsaðstoð frá borginni og er því spáð að fjöldi þeirra sem þurfa að óska eftir fjárhagsaðstoð á yfirstandandi ári aukist um hátt í 500 manns á milli ára.

„Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar hefur aukist mikið í kjölfar Covid-19 og er um 32% aukning á fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu á vegum borgarinnar á milli ára. Í júlí 2019 fengu 1.067 slíka aðstoð en í júlí í fyrra voru þeir 1.408,“ segir Hólmfríður Helga m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert