Nýja brúin verður í sex höfum

Þorskafjörður. Meginhluti vegarins liggur á landfyllingu en brúin er 260 …
Þorskafjörður. Meginhluti vegarins liggur á landfyllingu en brúin er 260 metra löng í sex höfum. Tölvuteikning/Vegagerðin

Þverun Þorskafjarðar í Reykhólahreppi er mikið verk, landfylling og brú. Útboð verksins hefur nú verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nýi vegurinn frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum er alls 2,7 kílómetrar að lengd og styttir Vestfjarðaveg um rúma níu kílómetra. Áætlað er að 350 þúsund rúmmetrar af efni fari í fergingu á botni fjarðarins og fyllingu og 37 þúsund rúmmetrar í grjótvörn þar utan á, auk styrktarlags, burðarlags og klæðingar.

Brúin verður steinsteypt, 260 metrar að lengd. Hún verður eftirspennt bitabrú í sex höfum. Tvö höfin eru 38 metrar að lengd en fjögur 46 metrar.

Stöplar brúarinnar verða steyptir og grundaðir á niðurreknum steyptum staurum sem áætlað er að verði allt að 23 metra langir. Verða 25 staurar undir hvorum landstöpli en 46 undir hverjum millistöpli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert