Opinberi allar upplýsingar vegna Covid-mála

Sigríður Á. Andersen í þingsal.
Sigríður Á. Andersen í þingsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég vil leggja áherslu á að í þessum málum verði allar upplýsingar veittar þingmönnum sem óska eftir því. Í raun hef ég lagt áherslu á að ráðuneytið geri gott betur og opinberi allar upplýsingar er lúta að framkvæmd vegna Covid-mála, bólusetninga og sóttvarnaraðgerða,“ sagði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.

Hún sagði löngu tímabært að Covid-mál hefðu verið tekin til sérstakrar umræðu í fastanefndum Alþingis en rætt hefur verið um þau eftir jólaleyfi.

Sigríður sagði að fyrir viku hefði velferðarnefnd fengið gesti á fundinn til að ræða þróun bólusetninga og öll mál er lúta að þeim. 

Enn fremur sagðist Sigríður hafa óskað eftir grundvallarupplýsingum um hvenær ráðist hefði verið í kaup á tilteknum bóluefnum.

Það liggur reyndar fyrir og var kynnt minnisblað frá ráðuneytinu, ágætis minnisblað, og farið yfir það. Af því má ráða að bóluefni hafi ekki verið keypt fyrr en í desember frá öllum öðrum en AstraZeneca, minnir mig. Ég óskaði eftir upplýsingum um kaup á bóluefnum á tilteknum dagsetningum sem þar voru gefnar upp. Ég hef ekki enn þá fengið þær upplýsingar eftir þó nokkra eftirgangsmuni í gegnum nefndina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert