Stefnir í mjög þungt högg

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Með hverjum deginum dvína vonir um mikinn straum ferðamanna hingað á komandi sumri. Við verðum þó að vona að það geti gerst á síðari hluta sumars, í júlí eða ágúst. Hins vegar fögnum við hverjum einasta íslenska gesti sem hingað kemur. Þeir skipta okkur öllu máli í þessari stöðu.“

Þetta segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að ef ekkert verður af komu erlendra ferðamanna muni það þýða gríðarlegt högg á ferðaþjónustuna.

„Fyrirtækin höfðu flest hver einhverja sjóði til að ganga í, auk þess ótrúlega mikilvæga stuðnings sem stjórnvöld veittu. En allar aðgerðir hafa miðað að því að þreyja Þorrann fram á komandi sumar.“

Af samtölum við aðra hótelrekendur um landið að dæma eru þeir flestir farnir að búa sig undir að byggja að stórum hluta á innlendri eftirspurn á komandi sumri. Magnea Þ. Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að tekið verði vel á móti Íslendingum á komandi sumri með spennandi tilboðum og að þá miði starfsemin einnig við að meira verði um barnafólk en alla jafna gildir þegar erlendir ferðamenn eru annars vegar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka