Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri var virkjuð í kjölfar þess að snjóflóð féll á Siglufirði á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði í morgun. Ljóst er að snjóflóðið hefur valdið töluverðu tjóni, en svæðið var til allra lukku mannlaust.
Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur stöðugum samskiptum verið komið á við alla hlutaðeigandi aðila til að tryggja upplýsingaflæði.
Óskað hefur verið eftir því að Landhelgisgæsla Íslands sendi varðskip á svæðið, og er Týr á leiðinni norður og verður til taks á meðan óvissa ríkir.
Í gær, þriðjudag, var óvissustigi lýst yfir varðandi snjóflóðahættu á Norðurlandi líkt og komið hefur fram. Í morgun...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Wednesday, 20 January 2021