Auðkenni hefur gefið út smáforrit fyrir rafræn skilríki

Haraldur A. Bjarnason.
Haraldur A. Bjarnason.

Auðkenni hefur þróað smáforrit (app) sem er rafræn skilríki. Það er komið í Google Play Store og Apple App Store, sjá app.audkenni.is. Þjónustuaðilar eru að undirbúa stuðning við appið og þeir fyrstu opna fljótlega fyrir notkun þess.

Morgunblaðið heyrði af manni sem keypti sér síma sem notar rafrænt símakort (eSIM) í stað þess að vera með hefðbundið SIM-kort. Hann gat ekki fengið rafræn skilríki í símann.

Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, sagði miklar kröfur gerðar til útgefenda rafrænna skilríkja varðandi geymslustað þeirra. Búnaðurinn þarf að vera vottaður og uppfylla ýmsar kröfur sem hefðbundin SIM-kort gera.

„eSIM er á búnaði í símanum sjálfum sem uppfyllir ekki þær kröfur sem Evrópusambandið gerir til búnaðar fyrir skilríkin. Það er vandamálið og því er ekki hægt að gefa út rafræn skilríki fyrir eSIM, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ segir Haraldur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert