Eins og vatn í heilli Laugardalslaug

Slökkviliðið að störfum í Háskóla Íslands í morgun.
Slökkviliðið að störfum í Háskóla Íslands í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt var á floti í flestum byggingum Háskóla Íslands fyrr í dag eftir að stór kaldavatnsæð í Vesturbænum rofnaði síðustu nótt. Kalla þurfti út slökkviliðið sem var að störfum fram eftir degi vegna lekans. 

Athyglisvert er að rýna í magn vatnsins sem lak um ganga háskólans í dag, en eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag er talið að um 2.250 tonn af vatni hafi lekið út og um byggingar skólans áður en stöðva tókst lekann. 

Ef umrætt magn er borið saman við lítrafjöldann í innilaug Laugardalslaugar er ljóst að um svipað mikið vatn er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Víðissyni forstöðumanni Laugardalslaugar, er innlaugin í Laugardalnum um tveggja metra djúp, 25 metra breið og 50 metra löng. Samtals tekur hún því um 2.500 rúmmetra af vatni, sem jafnframt eru 2.500 tonn. 

Miðað við þessa einföldu útreikninga er því ljóst að nær heil Laugardalslaug lak út í Háskóla Íslands í morgun. Einungis munar um 250 tonnum upp á að vatnið sem flæddi um ganga háskólans væri jafnþungt og heil Laugardalslaug. 

Laugardalslaug.
Laugardalslaug. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert