Gríðarleg tækifæri á Grænlandi

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Össur Skarphéðinsson telur gríðarleg tækifæri felast í auknum samskiptum nágrannalandanna Íslands og Grænlands. Hagsmunir landanna fari saman á ótal sviðum, en þau hafi mikinn, gagnkvæman ávinning af auknum og dýpri tengslum en verið hefur.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali við Össur í Morgunblaðinu í dag, en hann var formaður Grænlandsnefndar, sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skipaði til þess að greina samskipti landanna og gera tillögur um framtíðarsamskiptin á breyttum norðurslóðum. Skýrslan kemur út í dag.

Þar koma fram nær 100 tillögur um aukna samvinnu á fjölmörgum sviðum, sem kynntar verða nánar á fundi síðdegis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert