„Mjög verðmætur og mikilvægur farmur“

Frá flutningi Jóna Transport á bóluefni Pfizer fyrir áramót.
Frá flutningi Jóna Transport á bóluefni Pfizer fyrir áramót. Ljósmynd/Aðsend

Slæmt veður og færð set­ur bólu­setn­ingu á lands­byggðinni ekki í upp­nám, að sögn fram­kvæmda­stjóra Jóna Tran­sport sem keyra og fljúga með bólu­efni gegn Covid-19 á lands­byggðina. Bíl­stjór­ar með mikla reynslu keyra bólu­efn­inu út og er jafn­vel bet­ur fylgst með bólu­efn­un­um en nokkr­um öðrum farmi.

Jón­ar Tran­sport sjá um dreif­ingu bólu­efn­is­ins á yfir 20 staði á lands­byggðinni í sam­starfi við Distica.

 „Auðvitað eru aðstæður mjög erfiðar núna á lands­byggðinni. Það er mjög stíf norðanátt og við þekkj­um að það mynd­ast mik­il ís­ing á veg­um í þessu hita­stigi, það er bara gler á veg­un­um en þetta hef­ur gengið al­veg áfalla­laust. Við höf­um ekki lent í nein­um meiri­hátt­ar óhöpp­um,“ seg­ir Kristján Páls­son fram­kvæmda­stjóri Jóna Tran­sport í sam­tali við mbl.is, spurður hvort dreif­ing­in hafi farið úr skorðum vegna slæmr­ar færðar.

Sú er ekki raun­in og allt á áætl­un. 

„Við erum á mjög vel út­bún­um fjór­hjóla­drifn­um bíl­um og nagla­dekkj­um og erum með sér­stak­ar umbúðir í bíl­un­um. Þannig að við erum með marg­falda bak­trygg­ingu á hita­stig­inu á umbúðunum ef við mynd­um lenda í slæmu veðri,“ seg­ir Kristján en bólu­efnið frá Pfizer þarf að geyma við um 80 gráðu frost. Þó má geyma það við tvær til sjö gráður um nokkura daga skeið.

„Það er bara gler á vegunum en þetta hefur gengið …
„Það er bara gler á veg­un­um en þetta hef­ur gengið al­veg áfalla­laust. Við höf­um ekki lent í nein­um meiri­hátt­ar óhöpp­um,“ seg­ir Kristján. Ljós­mynd/​Aðsend

Fylgj­ast náið með farm­in­um

Vel er fylgst með staðsetn­ingu og hita­stigi lyfj­anna.

„Það hafa nátt­úru­lega orðið mikl­ar fram­far­ir í hita­stigs­mæl­ing­um og staðsetn­ing­ar­mæl­ing­um á lyfj­um. Búnaður­inn verður alltaf betri og betri þannig að við erum bara að fylgj­ast með þessu frá mín­útu til mín­útu þannig séð. Og erum bara mjög lán­söm að vera með vana menn sem eru þjálfaðir í því að flytja lyf og þekkja öll hand­tök í kring­um það.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Er jafn­vel bet­ur fylgst með þessu en nokkr­um öðrum farmi?

„Það má segja það. Þessi tækni er mikið nýtt í lyfja­flutn­ing­um. Þetta er mjög verðmæt­ur og mik­il­væg­ur farm­ur og það eru all­ir sem vilja að þetta gangi vel. Þess vegna er mik­il­vægt að leggja orku í að hafa þetta í lagi og verja góðum tíma í það. Við vor­um bún­ir að vera að und­ir­búa þessa flutn­inga í sam­starfi við Distica í tvo mánuði áður en við byrjuðum,“ seg­ir Kristján.

Spurður hvort bólu­setn­ing sé sett í upp­nám ef ófært verður á ein­hverja staði seg­ir Kristján svo ekki vera.

„Búnaður­inn og umbúðirn­ar eru al­veg skot­held­ar í marga daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert