Stöðvuðu kannabisræktun á þremur stöðvum

Frá kannabisræktun. Mynd úr safni.
Frá kannabisræktun. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stöðvað þrjár kannabisræktanir á síðustu dögum. Samtals var lagt hald á tæplega 120 plöntur í aðgerðunum, en málin eru öll óskyld.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að kannabisræktun hafi verið stöðvuð í heimahúsi í Hafnarfirði í vikunni, en þar var lagt hald á um 70 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar. Við húsleit tók lögreglan jafnframt í sína vörslu búnað tengdan starfseminni, en húsráðandi hefur játað sök og telst málið upplýst.

Í tveimur öðrum málum var kannabisræktun stöðvuð í umdæminu, en bæði málin voru talsvert minni og innan við 50 plöntur samtals sem lagt var hald á í báðum málunum. Var önnur ræktunin í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði, en hin í heimahúsi í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert