Framleiðsla á smálaufasalati er komin vel í gang í nýrri glæsilegri garðyrkjustöð Lambhaga í Lundi í Mosfellsdal. Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi undirbýr nú að fullnýta gróðurhúsin og næsta skrefið er síðan að byggja aðstöðu- og starfsmannahús og að stækka stöðina í kjölfarið.
Með gróðurhúsum Lambhaga í Reykjavík er fyrirtækið með 22 þúsund fermetra undir gleri og miklir stækkunarmöguleikar eru í Lundi.
Hafberg keypti jörðin Lund í Mosfellsdal fyrir rúmum þrettán árum og hafði þá hug á að flytja starfsemina úr Reykjavík. Þær áætlanir voru settar í bið í nokkur ár þar sem hann fékk aukið land hjá Reykjavíkurborg.
Niðurstaðan var sú að halda áfram í Reykjavík en byggja nútímalegri hús í Mosfellsdal. Síðustu ár hefur Hafberg verið að vinna að undirbúningi og uppbyggingu á þeim, að því er fram kemur í samtalinu viði Hafberg í Morgunblaðinnu í dag.