Sumir fiskstofnar hafa stækkað og aukið útbreiðslusvæði sín á síðustu árum, en aðrir komist að þolmörkum, segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í Morgunblaðinu í dag.
„Þó svo að sjórinn sé kaldari núna en hann var fyrir tveimur árum og áratuginn þar á undan erum við á ýmsan hátt í umhverfi sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Sigurður.
Vonast er til að nýtt rannsóknaskip verði tekið í notkun 2023 og er áætlað að kostnaður við smíði þess verði allt að 5,6 milljarðar.
Staða forstjóra Hafró var nýlega auglýst laus til umsóknar. Sigurður hefur gegnt starfinu sl. 5 ár og segist tilbúinn að leiða stofnunina áfram. Segist hann vera meðal umsækjenda um stöðuna, sem sjávarútvegsráðherra skipar í.