4.546 hafa fengið báðar sprauturnar

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Orkushúsinu við Suðurlandsbraut.
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Orkushúsinu við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólusetningu er nú lokið hjá 4.546 einstaklingum, þeir einstaklingar hafa því fengið báða bóluefnaskammtanas sem þarf til að öðlast vernd gegn Covid-19. Bólusetningin er hafin hjá 3.703 öðrum. Aldrei hafa jafn margir verið bólusettir og í gær þegar 3.718 voru bólusettir með bóluefni Pfizer/BioNTech. 

Þetta kemur fram á Covid.is. 

Hlutfallslega hafa flestir verið bólusettir á Vestfjörðum og næst flestir á Vesturlandi en þar er bólusetningu hlutfallslega lokið hjá flestum. Hlutfallslega hafa færstir verið bólusettir á Suðurnesjum. 

Bólusetning hafin eða henni lokið hjá tæplega 60% elsta aldurshópsins

Bólusetningu er lokið hjá 46,5% fólks sem er 90 ára og eldra og er bólusetning hafin hjá 11,3% þess hóps. Bólusetningu er lokið hjá 11,2% þeirra sem eru 80-89 ára en bólusetning er hafin hjá 8,1% þess hóps. Bólusetningu er lokið hjá 2,2% þeirra sem eru 70-79 ára og er hún hafin hjá 1,9% þeirra.

Hltufallið hjá öðrum aldurshópum er mun minna en í þeim hafa 0-1,2% fengið báða bóluefnaskammtana og 0-1,1% fengið annan þeirra.

Bóluefni frá tveimur lyfjafyrirtækjum hafa borist hingað til lands og munu berast áfram á næstu mánuðum. Það eru Pfizer/BioNTech og Moderna. 1.259 hafa verið bólusettir með bóluefni Moderna og 6.990 með bóluefni Pfizer/BioNTech. Því hafa alls 8.249 skammtar af bóluefninu verið gefnir hérlendis.

Sendingar af bóluefnum frá báðum lyfjafyrirtækjunum eru væntanlegar í næstu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert