Guðmundur Felix Grétarsson verður væntanlega útskrifaður af gjörgæsludeild sjúkrahússins í dag en allt gengur vel eftir að hann fékk grædda á handleggi í Lyon í Frakklandi í síðustu viku.
Á Facebook segir Guðmundur Felix að aðeins minni háttar aukaverkanir hafi komið upp og framfarir góðar. Þar segir að vonandi geti Guðmundur Felix farið á fætur í fyrsta skipti í dag. Sjúkrahúsið mun birta yfirlýsingu um aðgerðina í dag og Guðmundur Felix hefur von um að geta rætt við íslenska fjölmiðla síðar í dag.
Guðmundur Felix Grétarsson, rafvirki sem missti báða handleggi í slysi árið 1998, fór í tvöfalda handleggjaágræðsluaðgerð 13. janúar.
Aðgerðin tók 14 klukkustundir og sá eitt teymi lækna um hvort fyrir sig, annars vegar ágræðsluna og hins vegar um að fjarlægja handleggi af gjafanum.
Guðmundur settist að í Lyon árið 2013 þegar ljóst var að þar gæti hann mögulega fengið grædda á sig handleggi. Hann hafði komið sér í samband við prófessor Jean-Michel Dubernard, sem fyrstur græddi handlegg á mann árið 1998. Við tók löng bið eftir aðgerðinni.
𝗨𝗣𝗗𝗔𝗧𝗘 𝗙𝗥𝗢𝗠 𝗙𝗘𝗟𝗜𝗫 Things are progressing well. Only minor complications so far. He is expected to be discharged from...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 21. janúar 2021