Veginum um Kirkjubóls- og Súðavíkurhlíð verður lokað í kvöld klukkan tíu vegna snjóflóðahættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lörgeglunni á Vestfjörðum.
Aðstæður þar verða metnar í fyrramálið og er þeim sem þurfa að fara um veginn ráðlagt að athuga með færð og aðstæður á síðu Vegagerðarinnar.