Máli Jóns Baldvins vísað aftur í hérað

Landsréttur hefur dæmt úrskurð héraðsdóm ómerktan og málinu vísað aftur …
Landsréttur hefur dæmt úrskurð héraðsdóm ómerktan og málinu vísað aftur í hérað. Skjáskot/Rúv

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur mun taka fyr­ir að nýju frá­vís­un­ar­kröfu Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, að því er Lands­rétt­ur úr­sk­urðaði í gær. Úrsk­urður héraðsdóms var dæmd­ur ómerkt­ur og mál­inu vísað heim í hérað til munn­legs mál­flutn­ings og úr­sk­urðar á ný.

Jón Bald­vin var kærður af ákæru­vald­inu fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni gegn Car­men Jó­hanns­dótt­ur en héraðsdóm­ur hafði áður fall­ist á frá­vís­un­ar­kröfu Jóns Bald­vins þar sem brotið átti sér stað utan ís­lenskr­ar lög­sögu.

Flytja þurfti málið á ný 

Lengri tími en fjór­ar vik­ur liðu frá því að málið var tekið til úr­sk­urðar þar til hann var kveðinn upp. Með vís­an til 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/​2008 bar því að flytja málið á ný, nema dóm­ari og aðilar teldu það óþarft, seg­ir í niður­stöðu Lands­rétt­ar.

Í 2. mgr. 181. gr. laga nr. 88/​2008 er kveðið á um að úr­sk­urð skuli kveða upp þegar í stað í þing­haldi ef unnt er en að öðrum kosti svo fljótt sem verða má. Munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur um frá­vís­un­ar­kröfu Jóns Bald­vins fór fram 23. nóv­em­ber 2020 og var málið tekið fyr­ir þann dag og úr­sk­urður kveðinn upp 7. janú­ar.

„Málið var ekki flutt að nýju og verður hvorki ráðið að aðilum hafi verið gef­inn kost­ur á því né að þeir hafi lýst því yfir að þess gerðist ekki þörf og dóm­ari væri því sam­mála. Sam­kvæmt fram­an­greindu verður að ómerkja hinn kærða úr­sk­urð og vísa mál­inu heim í hér að til munn­legs mál­flutn­ings og upp­kvaðning­ar úr­sk­urðar að nýju,“ seg­ir í niður­lagi úr­sk­urðar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert