Heilbrigðisráðuneytið telur koma til greina að hefja skimanir fyrir krabbameinum í endaþarmi og ristli í einhverjum mæli á næsta ári.
Krabbameinsfélagið sagði í fréttatilkynningu 11. janúar að krabbamein í ristli og endaþarmi væru á meðal algengustu meina hér á landi, annað algengasta meinið hjá körlum og það þriðja algengasta hjá konum. Í hverri viku deyi 1-2 einstaklingar vegna þessara meina.
„Ísland er nú þegar eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að skimunum fyrir krabbameinum í endaþarmi og ristli,“ sagði m.a. í tilkynningunni. Félagið sagði að verkefnið hefði þegar verið undirbúið og lagði það áherslu á að það kæmist þegar í framkvæmd.
Morgunblaðið sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn um hvar þetta verkefni væri á vegi statt og er svarið að finna í Morguunblaðinu í dag.