Lítið snjóflóð féll í morgun á varnarþil, ofan vegarins um Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.Veginum hefur þó ekki verið lokað en Veðurstofa Íslands er að meta aðstæður og stöðuna almennt hvað varðar snjóflóðahættu.
Það er víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum Vestfjarða. Þæfingsfærð og skafrenningur á Gemlufallsheiði. Vegurinn um Þröskulda er lokaður í dag en hægt er að fara Innstrandaveg Vegurinn um Klettsháls er opinn og þar er þæfingsfærð og skafrenningur. Óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð að því er segir á vef Vegagerðarinnar.