Rósa Björk Brynjólfsdóttur hefur tekið ákvörðun um að sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, fjölmennasta kjördæmi landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni.
„Það kjördæmi þekki ég vel enda þingmaður þess frá 2016. Ég hef fulla trú á að stefna og sýn Samfylkingarinnar eigi mikinn hljómgrunn hjá kjósendum í Suðvesturkjördæmi, sem og annars staðar og mun ég leggja mig alla fram um að vinna vel í þágu þeirra, nú sem áður. Ég hlakka til að takast á við krefjandi en spennandi verkefni á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu en Rósa Björk gaf einnig kost á sér á lista Samfylkingar í Reykjavík.