„Þetta er rosalega súrrealískt“

„Þetta er rosalega súrrealískt,“ segir Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, um atburði gærdagsins sem bætast ofan á ástandið af völdum faraldurs kórónuveirunnar. Hún segir mikla óvissu framundan en hið góða sé samstaða fólks á svæðinu og það að nemendur séu orðnir alvanir fjarnámi.

Í dag voru stórvirkar viftur í gangi í sölum skólans sem urðu hvað verst úti í flóði gærdagsins og fjölmargir starfsmenn unnu að því að koma byggingunum í samt lag. Það er þó ljóst að mikið verk er fyrir höndum eins og fram hefur komið.

Isabel segir flóðið hafa verið þungt högg fyrir nemendur sem hafi margir verið orðnir spenntir fyrir vorönninni eftir afar erfiða haustönn þar sem afleiðingar faraldursins og samkomutakmarkanir komu illa niður á sálarlífi fjölmargra nemenda.

mbl.is kom við í HÍ í dag og í myndskeiðinu er rætt við Isabel og Guðnýju Ljósbrá Hreinsdóttur varaforseta Stúdentaráðs um atburði gærdagsins og horfurnar á vorönninni.

Isabel Alejandra Diaz er forseti Stúdentaráðs HÍ.
Isabel Alejandra Diaz er forseti Stúdentaráðs HÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert