Þrír karlar á þrítugsaldri voru í dag úrskurðaðir í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir eru grunaðir um líkamsárás i miðborg Reykjavíkur í síðustu viku.
Rannsókninni miðar vel en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Sá sem varð fyrir árásinni í síðustu viku var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans og var hann með áverka á höndum og víðar.