Veður fer nú versnandi norðan- og austanlands. Heldur ákafari hríð og hvessir jafnframt með skafrenningi og blindu. Ekki er horfur á að skáni að ráði fyrr en kemur fram á sunnudag, að því er fram kemur í ábendingu frá veðurfræðingi.
Gul veðurviðvörun er í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi og gildir hún fram á sunnudag.
Þar er spáð allhvassri eða hvassri norðanátt. Snjókomu eða éljum, mjög litlu skyggni á köflum og erfiðum akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.
Bjart verður á suðurhluta landsins og frost 0 til 7 stig.