Vonast eftir góðri umræðu

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra var dreift á Alþingi í gær, en þar er meðal annars lagt til auðlindaákvæði, umhverfisákvæði og breytingar á embætti forseta Íslands.

„Ég er auðvitað ánægð með að frumvarpið sé komið fram og vonast til þess að geta mælt fyrir því á næstu dögum,“ segir Katrín í Morgunblaðinu í dag. „Þarna er tekið á málum, sem hafa verið rædd mjög lengi, eins og umhverfis- og náttúruvernd, nú og ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Þar kemur mjög skýrt fram að þær megi ekki afhenda með varanlegum hætti og að löggjafinn skuli taka afstöðu til gjaldtöku þegar um er að ræða nýtingu í ábataskyni. Ákvæðin eru skýr og afdráttarlaus og taka á málum, sem stjórnarskráin hefur hingað til verið þögul um.“

Sérstök umræða var í þinginu í gær um stöðu stjórnarskrármála að beiðni Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns sjálfstæðismanna. Hann taldi aðferð forsætisráðherra skynsamlega með því að áfangaskipta verkinu og breyta aðeins því sem þyrfti að breyta.

„Við stjórnarskrárbreytingar þarf að fara af meiri varfærni en við aðrar lagabreytingar [...] tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er ekki af hinu góða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert