Hinn eini sanni Helgi Björns heldur áfram að skemmta þjóðinni í beinni útsendingu ásamt Reiðmönnum vindanna og frábærum gestum með tónleikum úr hlöðunni sinni.
Landsmenn geta fylgst með tónleikunum og skemmt sér heima á kvöldvöku Sjónvarps Símans, mbl.is og K100.
Helgi mun sem fyrr syngja mörg af sínum þekktustu lögum í bland við perlur úr dægurlagasögunni okkar og að sjálfsögðu mun hann njóta aðstoðar góðra gesta.
Útsendingin hefst klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með henni í Sjónvarpi Símans, í streyminu hér að neðan og á útvarpsrás K100.