Í Melahvarfi í Kópavogi er risið fyrsta hljóðverið á Íslandi sem er með Dolby Atmos-vottun. Eigandi þess, Gunnar Árnason í Upptekið, segir ófá handtökin að baki en um sé að ræða byltingu á sviði hljóðvinnslu hér á landi.
Aðeins sjö slík hljóðver eru á Norðurlöndunum. 32 „surround“-hátalarar af gerðinni JBL eru í hljóðverinu. Til samanburðar má nefna að 20 slíkir hátalarar eru í stóra salnum í Háskólabíói, sem tekur um þúsund manns í sæti. Við erum að tala um 13 þúsund vött í hátölurunum sjálfum og helmingi fleiri vött í mögnurum. H
ver og einn hátalari er á sérmagnara, þannig að hljóðið ferðast mjög auðveldlega á milli þeirra. Þarna eru líka sex bassahátalarar í 55 fermetra rými, með um fimm metra lofthæð frá lægsta punkti. Rætt er við Gunnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kom í morgun.