Eitt smit innanlands

Frá skimun vegna Covid-19.
Frá skimun vegna Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt smit greindist innanlands í gær, en sá sem greindist var í sóttkví. Þá greindust þrír á landamærum. Þetta staðfestir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Ekki eru tölur í dag um fjölda í sóttkví eða hversu mörg sýni voru tekin á föstudaginn.

Víðir segir að undanfarna daga hafi sýnatökum farið fækkandi og hjá almannavörnum hafi menn áhyggjur af því að fólk sé að slaka á. Segir hann að miðað við reynslu frá öðrum löndum geti halar í þessum bylgjum verið varasamir og veiran sprottið upp fljótt á ný. Hann vonast þó til þess að ekki sé um svikalogn að ræða núna.

Víðir segir tölurnar þó marktækar um að undanfarið hafi náðst góður árangur. „Við erum glaðir eins og staðan er í dag,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert