Enginn var með fimm tölur réttar þegar dregið var út í lottóinu í kvöld. Enginn var heldur með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar svokölluðu.
Fyrsti vinningur hljóðaði upp á rúmar 9,5 milljónir króna.
Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í jókernum og fær hver um sig hundrað þúsund krónur í sinn hlut. Allir voru miðarnir seldir í áskrift.