Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðgjöf sína í loðnuveiðum úr 21.800 tonnum í rúm 54 þúsund tonn.
Um fimmtán þúsund tonn koma væntanlega í hlut Íslendinga, en miðað við fyrri ráðgjöf hefði allur afli komið í hlut erlendra skipa samkvæmt samningum.
Engar loðnuveiðar hafa verið við landið tvö síðustu ár og hefur loðnubrestur ekki áður orðið tvö ár í röð. Árin 2017 og 2018 var heildaraflinn tæplega 300 þúsund tonn hvort ár, en 174 þúsund og 517 þúsund tonn árin þar á undan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.