Lögreglan hefur tekið í notkun nýja tækni þar sem lögreglufólki og nemendum lögregluskólans gefst tækifæri á að æfa sig í aðstæðum sem upp geta komið við skyldustörf.
Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, kynnti þetta herminn fyrir blaðamönnum mbl.is. Segir hann að þessi nýja tækni sé mikilvæg viðbót fyrir lögreglufólk þar sem erfitt sé að gera sér í hugarlund þær aðstæður sem það geti lent í á vettvangi.
hermirinn kostaði um 14-15 milljónir króna en að sögn Guðmundar kom hugmyndin fyrst upp nærri síðustu aldamótum. Dágóðan tíma tók hins vegar að „safna“ fyrir henni.
Sambærileg tækni hefur verið notuð í fjölmörgum löndum um árabil að sögn Guðmundar. Á hún rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna.