Ríkið fækkar einkaskrifstofum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nýlega kynnt ný viðmið fyrir húsnæðismál …
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nýlega kynnt ný viðmið fyrir húsnæðismál stofnana ríkisins mbl.is/Golli

Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) hefur gefið út stefnuskjal með áherslum og viðmiðum fyrir húsnæðismál stofnana ríkisins.

Verkefni þeirra og stjórnunarhættir hafi breyst verulega síðastliðinn áratug og í síauknum mæli sé kallað eftir fjölbreyttari vinnurýmum og auknum sveigjanleika starfsaðstöðu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samhliða þessu hefur Framkvæmdasýsla ríkisins að beiðni FJR gefið út leiðbeiningaritið „Viðmið um vinnuumhverfi – leiðbeiningar um þróun húsnæðis og starfsaðstöðu ríkisaðila“.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslunnar að í ritinu sé fjallað nánar um þróun og útfærslu nútímalegs vinnuumhverfis stofnana ríkisins, sem Framkvæmdasýslan kallar ríkisaðila. Fyrri viðmið um vinnuumhverfi voru gefin út árið 2010 og nýja útgáfan feli í sér umtalsverðar breytingar í takt við breyttar áskoranir í ríkisrekstri og hraða framþróun starfsaðferða og stafrænna innviða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert