Tómas Jóhannesson, fagstjóri á ofanflóðasviði Veðurstofunnar, segir í samtali við mbl.is að líklega hafi þrjú snjóflóð fallið á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og nótt. Eitt flóðið féll um klukkan níu. Nokkur fjöldi bíla var þá á heiðinni. Annað flóð féll svo um klukkan tíu, en í því lentu allavega fjórir og bíll sem í var fjölskylda. Engan sakaði þó, en flýtt var því að færa fólk af staðnum. Þriðja flóðið féll svo eftir miðnætti.
Þá féll einnig flóð á Ísafirði úr Steiniðjugili, en það er í Eyrarfjalli, í nágrenni Eyrarinnar og byggðarinnar við Tunguá. Þar hafði fólk þegar verið búið að yfirgefa vinnustaði, en nú hefur svæðið verið rýmt og ekki er þar dvalist. Aðeins er atvinnuhúsnæði á viðkomandi reit.
Úr Súðavíkurhlíð féll einnig flóð skömmu eftir miðnætti og segir Tómas að það hafi aðeins sést á mælitækjum, en vegurinn um hlíðina er enn lokaður og ekki hefur verið farið og athugað með það.
Spáð er áframhaldandi veðri í allan dag, með norðan hríð og skafrenningi og tilheyrandi samgöngutruflunum. Er í gildi gul viðvörun vegna veðurs og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum og Tröllaskaga rauð viðvörun vegna snjóflóðahættu.
Á fimmta tímanum í gær féll svo 70-100 metra breitt flóð við Ólafsfjarðarveg.
Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði vegna snjóflóðahættu (sjá meðfylgjandi kort). Á þessum reit eru...
Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, January 23, 2021