Tekinn án réttinda í fimmta skiptið

Lögreglan handtók karlmann í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, en hann er grunaður um líkamsárás. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Í Hafnarfirði var karlmaður handtekinn á heimili grunaður um eignaspjöll og brot á barnaverndarlögum. Var hann vistaður í fangageymslu, en málið er unnið með Barnavernd.

Í Breiðholti voru þrjár bifreiðar stöðvaðar þar sem ökumenn reyndust í tvö skipti vera sviptir ökuréttindum, en sá þriðji var án gildra ökuréttinda. Er um að ræða ítrekuð brot og hefur hann orðið uppvís að því í fimm skipti.

Nokkrir ökumenn voru einnig stöðvaðir vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og nokkrar tilkynningar bárust um þjófnað úr verslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert