Vegum lokað vegna veðurs og flóða

Ekkert ferðaveður er á fjallvegum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. …
Ekkert ferðaveður er á fjallvegum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Fjölmargir fjallvegir eru lokaðir vegna veðurs á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Öxnadalsheiði var lokað eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn.

Meðal vega sem var lokað í nótt eru Holtavörðuheiði, Þverárfjall, Siglufjarðarvegur, Ólafsfjarðarmúli, Víkurskarð, Öxnadalsheiði, Súðavíkurhlíð, Dynjandisheiði, Þröskuldar, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Fagridalur.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að víða sé stórhríð og alls ekkert ferðaveður. Víða eru vegir lokaðir vegna hættu á snjóflóðum.

Í gær var greint frá því að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út vegna snjóflóðs á Öxnadalsheiði á níunda tímanum. Sat fólk fast í bílum sínum, en á tólfta tímanum, þegar björgunarsveitir voru að ljúka störfum, féll annað flóð. Samkvæmt RÚV voru þá aðeins þrír bílar enn fastir og voru allar sveitir kallaðar hið snarasta niður af heiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert