Veiðiréttur í Ytri-Rangá boðinn út

Glímt við vænan lax við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá.
Glímt við vænan lax við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. mbl.is/Einar Falur

Eitt umfangsmesta laxveiðisvæði landsins, Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár, er á leið í útboð. Að sögn Ara Árnasonar, formanns veiðifélagsins, hefur samstarfið við núverandi leigutaka gengið mjög vel en það er Norðmaður sem hefur leigt veiðiréttinn í átta ár.

Hann verður áfram með ána nú í sumar, 2021, og rætt hafði verið um að hann yrði einnig með hana 2022 en nú hefur hann ákveðið að undirrita það ekki.

„Við sjáum eftir þessum leigutaka því samstarfið hefur gengið vel. En fyrst staðan er þessi þá höfum við ákveðið að bjóða ána út í byrjun febrúar,“ segir Ari í Morgunblaðinu í dag. Veitt er með 16 stöngum í Ytri-Rangá en svæðið fyrir neðan, vesturbakki Hólsár, er veitt með sex stöngum og verður boðið út sér. Miðað er við að bjóða ána út í þrjú til fimm ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert