Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fjölda hávaðatilkynninga vegna samkvæmishávaða víða í umdæmi sínu í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar bárust allavega fjórtán tilkynningar til lögreglunnar, en þær komu úr flestum hlutum borgarinnar.
Lögregla handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga vegna ráns í miðbænum. Höfðu þeir átt í hótunum við annan einstakling og krafið viðkomandi um greiðslukort og farsíma. Þá var einnig nokkuð um að lögreglan hefði afskipti af ölvunarakstri í nótt auk þess sem tilkynnt var um þjófnað úr verslunum í miðbænum og Hafnarfirði.