Sinueldur í Úlfarsárdal

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna sinuelds.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna sinuelds. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um sinueld í Úlfarsárdal um klukkan eitt í nótt. Var dælubíll ræstur út frá stöðinni í Mosfellsbæ og annar sendur út til aðstoðar stuttu síðar, en eldurinn var í sinu við Haukadalsbraut.

Að sögn slökkviliðsmanns var þó ekki um mikinn eld að ræða og gekk fljótt og vel að slökkva hann.

Ekki er vitað að svo stöddu hver eldsupptök eru.

Slökkviliðið sinnti annars 40 sjúkraflutningum í nótt og var kallað út til að þrífa upp olíu úr bíl sem hafði verið keyrt utan í vegrið við Arnarnesveg og Hafnarfjarðarveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert