Dreifingaráætlun bóluefna liggur fyrir

Bólusetning.
Bólusetning. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlun um dreifingu bóluefna Moderna og Pfizer, sem gildir fram í mars, liggur fyrir hjá Distica og er von á 1.200 skömmum frá Moderna í lok þessarar viku.

Einnig eiga 2.000 til 3.000 skammtar frá Pfizer að koma til landsins á miðvikudag og mun sama magn berast vikulega frá framleiðandanum upp frá því.

Ekki er útlit fyrir að bólusetning forgangshópa náist á fyrsta ársfjórðungi, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Um 15.500 skammtar af efnunum eiga nú að berast mánaðarlega til landsins fram í mars. Beðið er eftir markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZenec, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert