Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá var í sóttkví. Dagana þrjá á undan greindust alls þrjú smit innanlands, ekkert á fimmtudag, eitt á föstudag og tvö á laugardag.
Alls eru 64 í einangrun á Íslandi og hefur þeim fækkað um 25 frá því fyrir helgi. 17 eru á sjúkrahúsi og hefur fækkað um tvo frá því á föstudag. Af þeim eru 2 með virkt smit en 15 óvirkt. Enginn er á gjörgæslu með Covid-19.
Nú eru 128 í sóttkví og 843 í skimunarsóttkví. Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 9,3 og 15 á landamærunum.
Tveir greindust með virkt smit í seinni skimun á landamærunum í gær. Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar.
Á laugardag greindust tveir í fyrri skimun en fimm voru með mótefni. Einn bíður enn niðurstöðu mótefnamælingar.
Um 500 sýni voru tekin innanlands í gær og 432 á landamærunum.
Nú eru 44 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 104 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru sjö smit og sex á Suðurlandi. Á Vesturlandi eru smitin fjögur talsins. Annars staðar á landinu er enginn í einangrun vegna Covid-19.
Ellefu börn eru með virkt kórónuveirusmit, flest á aldrinum 6-12 ára eða sex. 18 einstaklingar á aldrinum 18-29 eru með Covid-19, 12 á fertugsaldri og sjö á fimmtudagsaldri.