Fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi

Ævar Þór Benediktsson.
Ævar Þór Benediktsson. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk sendiherra er að styðja við baráttu samtakanna fyrir réttindum barna um allan heim.

„Þetta er mikill heiður og ég mun gera mitt allra besta til að standa undir nafni sem sendiherra UNICEF á Íslandi,“ sagði Ævar sem tók formlega við hlutverkinu við athöfn á skrifstofu UNICEF í gær, á alþjóðadegi menntunar. Ævar skrifaði þar undir samning þessa efnis til tveggja ára.

Sendiherrar UNICEF eru fyrst og síðast valdir vegna þeirrar virðingar sem þau njóta og þeirrar mannúðar sem þau sýna í lífi og starfi. Bætist Ævar þar í hóp sendiherra landsnefnda UNICEF um allan heim, þ.ám. eru söngkonan Pink, uppistandarinn Eddie Izzard og söngkonan Selena Gomez, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert