Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarverðir hafi verið viðstaddir þar sem maður lést í sundhöllinni á fimmtudag. Er hann sagður hafa verið sex mínútur á botni laugarinnar.
Fram kemur að lögregla hafi fengið sendar öryggisupptökur af atvikinu.
„Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni,“ segir í tilkynningu.