Lokun Laugalands ekki ákvörðun Barnaverndar

Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.

„Laugaland er rekið af einkafyrirtæki, sem er svo með þjónustusamning við ríkið. Það er rekstraraðili sem ákveður að hætta starfsemi,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, um yfirvofandi lokun meðferðarheimilisins Laugalands í Eyjafirði.

Yfirvofandi lokun Laugalands hefur verið mótmælt af aðstandendum og fyrrverandi skjólstæðingum Laugalands og sett hefur verið á fót síða með frásögnum og söfnun undirskrifta.

Heiða bætir því við að í rauninni sé einkafyrirtæki sem ríkið verslar við að loka. Hún segir í skoðun hvað við taki í málaflokknum. 

Síðan ber yfirskriftina „Laugaland bjargaði mér“ og má þar finna …
Síðan ber yfirskriftina „Laugaland bjargaði mér“ og má þar finna fjölda frásagna þjónustuþega úrræðisins sem og frá starfsfólki þess. Skjáskot af vefsíðunni

Framhaldið í skoðun

Heiða segir að samstarf Barnaverndarstofu og rekstraraðila Laugalands hafi alltaf verið gott. Spurningar sem barnaverndaryfirvöld þurfi að spyrja sig í framhaldinu eru hvort hið opinbera eigi að opna nýtt meðferðarheimili á þessum gamla grunni og þá hvort stofnunin ætti að vera opinber eða starfsemin boðin út. 

Heiða segir að taka þurfi næstu vikur í það að greina þarfir í kerfinu. 

„Hlutverk barnaverndarkerfisins er að bjóða sveitarfélögunum upp á sérhæfða þjónustu sem þau þurfa á að halda. Samtal við sveitarfélög þarf að fara fram um hvaða þjónustu þau telja sig þurfa frá ríkinu,“ segir Heiða.

Heiða bætir því við að gildi Laugalands sé óumdeilt og að úrræðið hafi án efa bjargað lífum barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert