Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkraflutningamanna vegna umferðaróhapps við Hraunhellu í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru bílar þaðan sendir á vettvang og tveir einstaklingar fluttir til skoðunar á slysadeild eftir árekstur.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um meiðsl fólksins sem var flutt á slysadeild.