Áttunda andlátið tilkynnt til Lyfjastofnunar

Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ítrekar að tengsl milli andlátsins og …
Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ítrekar að tengsl milli andlátsins og bólusetningar liggi ekki fyrir. Ljósmynd/Almannavarnir

Lyfjastofnun hefur fengið tilkynningu vegna andláts eftir bólusetningu gegn Covid-19 og er andlátið það áttunda sem tilkynnt er vegna stofnunarinnar eftir bólusetningu. Einstaklingurinn hafði fengi bóluefni í annað sinn og var heimilismaður á heilbrigðisstofnun.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en ítrekar að engin tengsl hafi enn fundist milli andlátsins og bólusetningarinnar en heilbrigðisstarfsmönnum beri skylda til að tilkynna andlát, leiki grunur á tengslum þess við bóluefnið.

Alls eru tíu tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við Covid-19 á borði Lyfjastofnunar en átta þeirra eru andlátstilkynningar.

RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert