Lögreglan á Austurlandi segir að undanfarna daga hafi orðið nokkur umferðaróhöpp þar sem hreindýr hafi hlaupið í veg fyrir ökumenn sem eiga leið um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði, en þar hefur talsvert stór hjörð haldið til í nokkurn tíma.
Lögreglan skorar á ökumenn sem þarna eiga leið um að hafa þetta í huga og fara sérstaklega varlega.
Undanfarna daga hafa orðið nokkur umferðaróhöpp þar sem hreindýr hafa hlaupið í veg fyrir ökumenn sem eiga leið um...
Posted by Lögreglan á Austurlandi on Þriðjudagur, 26. janúar 2021