„Hún var með tvö hreiður þarna í fyrra, frá því í apríl, fyrst með fimm og svo með sex egg,“ segir Hreiðar Gunnlaugsson sem hýsir svartþröst og hreiður þess á útiljósi heima hjá sér í Mosfellsdal.
„Hún var að reyna að gera hreiður á kúplinum á ljósinu, þá setti ég smá pall á milli veggjarins og ljóssins og þá byrjaði hún að gera hreiður 5. janúar. Hún kláraði það helgina 16.-17. janúar. Svo kom fyrsta eggið 19. og eitt egg á dag eftir það, síðasta eggið 22. og hún er búin að liggja á síðan,“ segir Hreiðar.
Hann segir að bæði Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands fullyrði að þetta sé alveg einstakt. „Þeir ætluðu ekki að trúa mér,“ segir Hreiðar. Hann bætir við að fyrsta tilfellið árinu sem þekkt er hjá svartþresti sé í mars.
Hann segir að búast megi við klaki 2.-3. febrúar og það verði þá fyrstu firðruðu nýburar ársins.
Hreiðar streymir beint frá hreiðri svartþrastarins. Hægt er að fylgjast með streyminu hér: