Einn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala eftir tveggja bíla árekstur á mótum Sæbrautar og Skeiðarvogs í hádeginu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dró kranabíll báða bíla af vettvangi.
Ekki er talið að sá sem var fluttur á spítala sé alvarlega slasaður.